„Múttan“ – Bókaspjall með þýðanda og útgefanda
-
- Staðsetning: franski sendiherrabústaðurinn
- Dagsetning og tímasetning: föstudagur 5. febrúar, kl. 20
- Léttar veitingar í boði
Skáldsaga Hannelore Cayre var þýdd á íslensku af Hrafnhildi Guðmundsdóttur og gefin út af Forlaginu árið 2019. Í tilefni af sýningu kvikmyndarinnar bjóðum við upp á bókaspjall með Hrafnhildi Guðmundsdóttur, þýðanda skáldsögunnar.
Stjórnandi spjallsins er Hólmfríður Matthíasdóttir, ritstjóra í Forlaginu, í franska sendiherrabústaðnum á Skálholtsstíg. Hrafnhildur fer yfir þýðingarverk sín og ræðir samfélagsleg þemu sem eru til staðar í skáldsögu Hannelore Cayre.
Skáldsagan La Daronne eftir Hannelore Carye hlaut evrópsku skautarverðlaunin árið 2017. Hannelore Cayre var boðið til Reykjavíkur á alþjóðlegu bókmenntahátíðinni árið 2019.
Vegna sóttvarnarreglna er takmarkað pláss á viðburðinn. Vinsamlegast skráið ykkur fyrirfram hér.
Múttan / La Daronne
eftir Jean-Paul Salomé
Gamanmynd með enskum texta.
2020, 104 mín.
Leikarar: Isabelle Huppert, Hippolyte Girardot, Farida Ouchani.
Léttgeggjuð gamanmynd eftir leikstjórann Jean-Paul Salomé og skartar Isabelle Huppert í aðalhlutverki sem Patience Portefeux sem á tvær dætur í háskólanámi og aldraða móður á elliheimili. Lúsarlaunin sem hún fær sem túlkur hjá dómsmálaráðuneytinu duga fjölskyldunni engan veginn og útséð um að nokkuð sé hægt að leggja fyrir til efri áranna. En dag einn kemst hún á snoðir um yfirgefna hasssendingu og þá stígur hin harðsvíraða glæpadrottning Mútta fram á sjónarsviðið.
Myndin er aðlögun á skáldsögu eftir Hannelore Cayre og var þýdd og gefin út á íslensku árið 2019. Í tengslum við sýningu myndarinnar verða spurningar og svör með íslenska útgefanda og þýðanda bókarinnar.