Almennt frönskunámskeið fyrir byrjendur – Byrjunarstig 2
Þetta námskeið hentar þeim sem hafa tekið námskeiðið A1.1 eða þeim sem hafa pínu litla kunnáttu í frönsku. Þú munt læra að tala um daglegt líf, tölur og klukkuna auk þess að byrja að nota þátíð. Á þessu námskeiði byrjar þú að móta þínar eigin setningar. Það fer fram í þægilegu andrúmslofti.
- Almennt námskeið sem fer fram í tvo klukkutíma tvisvar í hverri viku.
- 8 vikur af námskeiðum (32 klst.)
NÝTT - Staðnám með fjarkennsku í beinni útsendingu
Býrð þú fyrir utan höfuðborgarsvæðið? Ertu oft á ferðalagi? Ertu í sóttkví? Er óveður? Viltu frekar læra heima?
Í dag skiptir sveigjanleiki í námi miklu máli. Við bjóðum nú upp á nýja lausn sem gefur nemendum kost á að taka þátt í frönskunámskeiði hvar sem þeir eru. Nemendur geta nú valið á milli tveggja valkosta fyrir hvern tíma í námskeiðinu: að læra á staðnum eða að vera í fjarkennslu í beinni.
Kennsluefni
- Kennslubækur: L’Atelier A1 lesbók og æfingabók
- Bækurnar eru ekki innifaldar. Hægt er að kaupa þær hjá okkur.
- Lesbók: 3.999 kr.
- Æfingabók: 2.999 kr.
- Hægt er að fá bækurnar með bréfpósti með aukagjaldi (vinsamlegast látið okkur vita ef þið viljið fá þær sendar)
- Bækurnar eru ekki innifaldar. Hægt er að kaupa þær hjá okkur.
- Skriffæri (staðnám)
- Tölva, gott netsamband, heyrnatól með innbyggðan hljóðnema er kostur (fjarkennsla í beinni)
Frestun og viðurkenning
- Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annarinnar.
- Nemendurnir fá viðurkenningu í lok annarinnar ef þeir hafa mætt að minnsta kosti 70% á námskeiðið.