Valentínusarkvöld „Regnhlífarnar í Cherbourg“
-
- Staðsetning: Bíó Paradís
- Dagsetning og tímasetning: sunnudagur 14. febrúar, kl. 20
Lokakvöld hátíðarinnar er jafnframt Valentínusardagurinn og í tilefni dagsins bjóðum við upp á einstaka sýingu á hinni frægu mynd eftir Jacques Demy, Regnhlífarnar í Cherbourg.
Um er að ræða rómantíska söngleikjamynd með tónlist eftir Michel Legrand en myndin hefur haft mikil áhrif á bæði áhorfendur og leikstjóra í gegnum árin, meðal annars Damien Chazelle sem gerði Lalaland.
Í tilefni Valentínusardags drögum við úr númeruðum miðum og vinningshafar geta unnið gjafabréf á veitingahúsinu Apótek og kampavín.