Sýning: „Nýjar kvenhetjur teiknimyndasagna“
-
- Staðsetning: Alliance Française í Reykjavík
- Dagsetning og tímasetning: frá 1. til 31. mars alla virka daga kl. 13-18
- Allir velkomnir
Í tilefni af hátíð franskrar tungu 2021 og í samstarfi við sendiráð Frakklands á Íslandi, býður Alliance Française í Reykjavík upp á sýningu um nýjar kvenhetjur teiknimyndasagna.
Sýningin varpar ljósi á kvenhetjur sem brjóta upp hefðbundin kynjahlutverk án þess að nokkurn tímann detta í hinar almennu klisjur.
Í sýningunni eru 9 veggspjöld sem kynna hverja teiknimyndasögu. Einnig eru sumar þessara teiknimyndasagna til uppflettingar á staðnum. Hægt verður að fá þær lánaðar í apríl.