Komið og takið þátt í sundboðhlaupi í kringum heiminn í Laugardalslaug!
Í tilefni Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra árið 2024, sem fram fara í París, standa franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík fyrir sundboðhlaupi sem er hluti af sundboðhlaupi um allan heim sem á sér stað þann 14. mars.
Sundboðhlaupið mun hefjast í Nýja Sjálandi og verður sent frá tímabelti til tímabeltis til Tahítí sama dag. Við bjóðum sundáhugafólki á öllum aldri í Laugardalslaugina til að taka þátt í þessum alþjóðlega viðburði.
Ekki er um keppni að ræða heldur tækifæri til að allir taka þátt í sameiginlegu markmiði til að fagna íþróttinni.
Allir sem taka þátt verða með í happadrætti um tvo miða á 10 km maraþonið í París!
(https://www.paris2024.org/fr/le-marathon-pour-tous/).