Stuttmyndakvöld á verðlaunahátíð Sólveigar Anspach 28. september kl. 15 – RIFF.

Franska sendiráðið á Íslandi og Alliance Française í Reykjavík efndu til Sólveigar Anspach verðlaunanna með stuðningi Reykjavíkurborgar, Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og RIFF. Tilgangurinn var að heiðra minningu Sólveigar Anspach og hvetja ungar konur til dáða í kvikmyndaleikstjórn. Verðlaunin eru veitt konum fyrir fyrstu stuttmynd þeirra á frönsku og íslensku, tungumálunum hennar Sólveigar.

Frekari upplýsingar

  • Léttar veitingar verða í boði að verðlaundaafhendingu lokinni.
  • Sunnudagur 28. september kl. 15
  • Háskólabíó