Spjall á frönsku um Paul Gaimard og Íslandsferðir hans
Paul Gaimard (1793-1858) er gleymdur í Frakklandi, en ekki á Íslandi. Þar var nafn hans þekkt, því eitt frægasta ljóð Íslands, “Til herra Páls Gaimards” var ort honum til heiðurs af Jónasi Hallgrímssyni. Hins vegar vissu Íslendingar mjög lítið um hann þar til ævisaga hans kom út árið 2019.
Á þessu kvöldi munu Árni Snævarr og Jan Borm láta þátttakendur uppgötva betur leiðangrana hans sem gerði Paul Gaimard kleift að stoppa á Íslandi. Þetta skemmtilega spjall verður því áhugaverð leið til að læra meira um samskipti Frakklands og Íslands á 19. öld
-
- Eftir spjallið verður hægt að spyrja frekari spurninga.
- Léttvínsglas verður í boði.
- Viðburðurinn verður á frönsku.
- Lengd: 90 mín.
- Ókeypis.
- Hámarksfjöldi þátttakenda: 45
Eftir að hafa gegnt starfi upplýsingafulltrúa og ritstjóra hjá ÖSE í Kosovo um eins árs skeið flutti Árni til Brussel og hefur verið yfirmaður upplýsingamála fyrir Norðurlönd hjá upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna þar í borg síðan 2005. Árni hefur gert fjölda sjónvarpsþátta um fréttatengd málefni og heimildamyndir um fréttatengd og söguleg efni, auk þess sem hann skrifar sagnfræðirit.