Kynning á vísindatilraunum barna vísindasmiðjunnar á frönsku
Síðan um miðjan janúar hafa börn komið í Alliance Française á föstudögum í vinnustofu á frönsku til að uppgötva heim vísindanna.
Þessi börn munu kynna uppáhalds vísindatilraunir sínar fyrir foreldrum og almenningi 15. mars. Kynningarspjöld sem börnin hafa útbúið verða líka til sýnis.
Patrick Muanza, kongóskur doktorsnemi við HÍ, mun styrkja kynningu barnanna og kynna starfsemi sína.
Boðið verður upp á síðdegishressingu í lok viðburðarins.