Kynning á sögulegri spennusögu „Kukulkan, leyndarmál gleymda senótsins“.

Taktu þátt í einstökum viðburði með rithöfundinum Grégory Cattaneo, miðaldasagnfræðingi búsettum á Íslandi.

Hann mun kynna skáldsögu sína sem tengir saman víkingaferðir til Ameríku og goðsagnir Maya-menningarinnar um dularfulla guðinn Kukulkan. Í gegnum kraft skáldskaparins skoðum við möguleg tengsl milli þessara tveggja siðmenninga. Eftir lifandi kynningu gefst tækifæri til samtals við höfundinn, bókakynningar og áritun bóka.

Frekari upplýsingar

    • Viðburðurinn verður á frönsku.

    • Léttvín og ostar verða í boði.

Staðsetning og tímasetningar

    • 📅 Dagsetning: föstudagur 30. maí 2025 kl. 19

    • 📍 Staðsetning: Alliance Française, Tryggvagötu 8, 2. hæð.

Um gestinn

Grégory Cattaneo

Grégory Cattaneo er franskur miðaldasagnfræðingur og rithöfundur, búsettur á Íslandi. Hann er með doktorsgráðu í sögu og hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í fræðslustarfi samhliða því að stunda rannsóknir sínar. Hann vann í átta ár sem stundakennari í sagnfræði og frönsku við Háskóla Íslands og hef gegnt stöðu gestakennara við Sorbonne-háskóla og við École Pratique des Hautes Études í París þar sem hann kenndi sagnfræði og námskeið um íslenska menningu og Íslendingasögur. Undanfarin þrjú ár hefur hann kennt við Endurmenntun Háskóla Íslands með það að markmiði að deila rannsóknum sínum með fjölbreyttari hóp.