Einkatími fyrir tvo

Þessi einkatími er ætlaður þeim sem vilja læra frönsku tvö, hvort sem eru pör, vinnufélagar eða bara vinir. Kennsluáætlunin er hönnuð samkvæmt þörfum nemenda og tekur breytingum eftir því sem líður á námskeiðið.

Kennslan fer annað hvort fram hjá okkur eða á stað að vali nemenda, þó gegn aukagjaldi ef staðurinn er utan miðborgar Reykjavíkur.

Skipulag

1. Fyrsta kynning

    • Við setjum með nemendunum markmið í tungumálinu.
    • Kennsluáætlunin er hönnuð samkvæmt þörfum nemenda.
    • Við ákveðum saman dagskrá námskeiðsins.

2. Kennslan

    • Kennsluáætluninni verður breytt eftir því sem framfarir kalla á. Hún verður alltaf personuleg.

3. Lok einkatímans

    • Nemendur fá staðfestingarskjal í lok námskeiðsins.
    • Hægt er að taka DELF-DALF próf.

Frestun og forföll

    • Mögulegt er að fresta kennslustund einum sólahring áður en hún byrjar.
    • Að öðrum kosti er ekki hægt að nýta þennan tíma aftur.

Styrkir til náms og greisðlur

Mundu að athuga með námsskeiðsstyrki hjá stéttarfélaginu þínu eða hjá Vinnumálastofnun.

Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða í heimabanka.

  • VERÐ: 1 klst. 10.750 kr. – 96.750 kr. fyrir 10 klst.
essai1

Af hverju franska?

Vídeó, Röksemd
Cq9J1WfVUAAglhb

Stöðupróf

Hvernig á að skrá sig?
ONU6RW0

Gerast félagi

Bókasafn, Culturethèque
Education-OpportunitySmall

Próf

DELF-DALF, TCF
conditions-generales-vente-prestations-services-1024x341

Skilmálar

Almennir skilmálar