Í tilefni af hátíð franskrar tungu 2019 bjóða Alliance Française í Reykjavík og sendiráð Frakklands á Íslandi upp á símenntunarnámskeið fyrir leikskóla- og grunnskólakennara til að læra að kynna skólabörnum frönsku.

Þetta námskeið er ætlað leikskóla- og grunnskólakennurum sem vilja kynna skólabörnum frönsku í samræmi við áætlun skólans og í tilefni af fjölmenningardegi, evrópskum tungumáladegi o.s.frv.

Þetta símenntunarnámskeið er ekki ætlað frönskukennurum heldur leikskóla- og grunnskólakennurum sem vilja kynna frönsku í gegnum skemmtileg verkefni og leik í skólanum.

Að hafa lært frönsku (t.d. í skóla) er kostur.

Markmið: að kynna skólabörnum frönsku í gegnum leik, tónlist og barnvæn verkefni.

Námskeiðið verður kennt á frönsku og á ensku.

Í lok námskeiðsins fá þátttakendur lista af kennslugögnum og viðurkenningu að þeir hafa tekið námskeiðið.

Dagsetningar

Laugardagur 30. mars kl. 10-12

Skráning fyrir 23. mars 2019

Ókeypis námskeið