Rennsli fyrir sýninguna „Manndýr“ á frönsku
Í þessum mánuði kynnir sviðslistakonan Aude Busson þátttökusýninguna „Manndýr“ fyrir börn og fullorðna í Tjarnarbíói. Þessi gjörningur er innblásinn af heimspekistundum sem voru haldnar í kringum bókina „Barnið“ eftir Colas Gutman. Verkið fjallar á einlægan hátt um hlutverk manneskjunnar út frá sjónarhorni barna. Hvers vegna eru mannverur til? Af hverju eru börn til? Hvað er þeirra hlutverk í heiminum?
Heimspekistundir haldnar hjá Marion Herrera með börnum voru teknar upp og eru notaðar í hljóðmynd sýningarinnar.
Vinnustofurnar voru fyrst haldnar í Reykjavík og síðan í barnaskóla í Rennes frá því að Marion var við listadvöl í Théâtre National de Bretagne í Frakklandi. Raddir franskra nemendanna voru teknar upp og eru nú notaðar í hljóðmyndinni á frönsku útgáfuna af sýningunni.
Komið og horfið á æfingar frönsku útgáfunnar af þessari sýningu sunnudaginn 27. mars kl. 15:30 í Tjarnarbíói hjá Aude Busson. Að sýningunni lokinni verður lesið á frönsku úr bókinni „L’Enfant“ og snarl verður í boði.
Vinsamlega athugið að þetta er rennsli og að franskra útgáfu af sýningunni er enn í mótun.
-
- Aðgangurinn er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir neðan.
- Sýningin er ætluð börnum frá 4 ára aldri
- Bókin “Barnið” eftir Colas Gutman var þýdd á íslensku hjá útgáfunni „Litli sæhesturinn“.