Þetta frönskunámskeið er ætlað börnum frá 11 til 14 ára aldurs sem hafa tekið námskeið fyrir byrjendur með grunn (A1.2) og sem eru ekki byrjendur lengur (hafið samband við okkur til að fá frönskukunnáttu barns metið og til að fá ráðgjöf). Þetta er millistig í frönsku (A2).
Nemendur efla kunnáttu sína í frönsku sem skrifmál með því að skrifa auðveldar setningar (að skrifa póstkort, bréf til vina, skilaboð) um daglegt líf og um persónulega reynslu sína. Þeir læra að tala um tilfinningar, drauma þeirra, að spyrja og að gefa ráð á frönsku.
Þetta námskeið býður nemendunum upp á mörg þroskandi og skemmtileg verkefni sem efla námið í frönsku með því að skrifa, að lesa, að tala og að skilja talmál.
Að loknu námskeiðinu stendur börnum til boða að taka DELF A2 prófið.
Ein klukkustund í hverri viku (31 vikur).
Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna námskeiðið. Hámark: 6 nemendur.
Frestun og forföll
- Les cours annulés par les professeurs (maladie, empêchement personnel) et non remplacés par l’administration durant la session seront rattrapés à la fin des semestres.
Styrkir
Munið að athuga með námsskeiðsstyrki hjá Reykjavíkurborg og Kópavogi.