Dagsetning: föstudagur 2. febrúar
Sýningin fer fram líka frá og með 1. til 4 . febrúar. Nánari upplýsingar hér.
Tímasetning: kl. 18-23
Staðsetning: Listastofan, Hringbraut 119, 101 Reykjavík

 

Full dagskrá vetrarhátiðarinnar hér.

 

Markmið verkefnisins Lumikura er að sýna þér heiminn eins og þú værir í ævintýri. Komdu og láttu ljósið fara í kringum þig í þessum óvenjulega ljósmyndaklefa.

 

Með því að nota langan lýsingartíma blandar Lumikura ljósmyndaklefinn saman raunheimum við ævintýraheim. Með því að standa alveg kyrr í örstutta stund á meðan ljósið snýr í kringum höfuðið uppgötvar þú andlitið þitt umsetið spíralljósi.

 

Verkefnið Lumikura er í raun eins og löng ljósmyndun með þrívíddarprentun. Þetta er meira eins og ljósprentun en mynd máluð með ljósi. Vélin sem er notuð í klefanum var búin til úr endurunnum þrívíddarprentara.

 

Eins og í öllum ljósmyndaklefum fær maður að sjá myndina að lokinni ljósmyndun.

 

Þetta verkefni var framkvæmt í Listastofunni og fjármagnað með gestavinnustofu Alliance Française í Reykjavík.