Langar þig að stunda nám í Frakklandi? Ertu að fara þangað fljótlega?
Þetta námskeið er fyrir fólk sem ætlar að fara í nám í Frakklandi og vill undirbúa sig fyrir háskólalífið þar.
Við förum yfir menningarlega þætti, vinnuvenjur og hagnýta hluti sem gagnast í háskólanámi.

Markmiðið er að kunna að bjarga sér í námi: finna upplýsingar á vef háskóla, fylgjast með fyrirlestrum á frönsku, skrifa ritgerðir o.fl.

Kennsluefni

  • Við biðjum nemendurna að koma með skriffæri.

Styrkir til náms og greisðlur

Mundu að athuga með námsskeiðsstyrki hjá stéttarfélaginu þínu eða hjá Vinnumálastofnun.

Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða í heimabanka.

  • DAGSETNING:

    • þridjudaginn 10. júní til fimmtudaginn 12. júní – 6 klst.
    • mánudaginn 16. júní til fimmtudaginn 19. júní (enginn tími á 17. júní) – 6 klst.
    • þridjudaginn 23. júní til fimmtudaginn 26. júní – 6 klst.
    • þridjudaginn 1. júlí til fimmtudaginn 3. júlí – 6 klst.
  • TÍMASETNING: kl.14-16
  • ALMENNT VERÐ: 25.200 kr
  • MEÐ AFSLÆTTI*: 23.940 kr.

    *hafið samband beint við okkur til að skrá ykkur : alliance@af.is

Skráning