Árið 2006 hitti Serge Comte ljóðskáldið Kiku Yamashi, mademoiselle Y, sem er hluti af tónlistarhópnum DhmR. Hún samdi hækur til heiðurs nokkrum listamönnum hópsins sem hún dró upp úr skúffunni þegar yfirlitsritið Dick head man record, une anthologie commentée kom út árið 2016. Hækurnar voru þýddar á frönsku og birtar í bókinni. Serge Comte prentaði þær á sandpappír og myndskreytti í stíl við ljóðin.

 

Serge Comte er fjölhæfur listamaður og verk hans margbrotin. Hann fæddist í borginni Grenoble í Frakklandi árið 1966, lærði tækniteiknun og lagði síðan stund á myndlist við École des Beaux-Arts de Grenoble á árunum 1990-1995. Hann hefur starfað með galleríum í París og sýnt verk sín víða um heim. Hann hefur starfað við kennslu, m. a. í Le Pavillon í Palais de Tokyo (París) og sem stundakennari við LHÍ. Serge Comte hefur búið á Íslandi um árabil.

 

Sýning „Haïkus du Crew“ eftir Serge Comte í Alliance Française de Reykjavík frá 11. til 27. apríl.
Opnun 11. apríl kl. 18.

 

Önnur verk eftir Serge Comte má sjá á sýningunni Reykjaville hjá Listastofunni frá og með fimmtudeginum 12. apríl.
Alliance Française í Reykjavík og Sendiráð Frakklands á Íslandi styðja þennan viðburð.