Blekkingarleikur
eftir Xavier Giannoli
Tegund: Drama, Saga.
Tungumál: Franska með enskum texta.
2021, 149 mín.
Aðalhlutverk: Benjamin Voisin, Cécile de France, Vincent Lacoste
Kvikmynd byggð á skáldsögu Balzac sem fjallar um ungan mann sem flytur til Parísar í leit að ást og listrænum innblástri. Gerð eftir skáldsögu Honoré de Balzac.
Leikstjóranum Xavier Giannoli tekst hér að aðlaga stórkostlegt verk bókmenntasögunnar að hvíta tjaldinu en myndin er tilnefnd til fjórtán César-verðlauna, sem eru nokkurs konar Edduverðlaun í Frakklandi. Kvikmynd sem hefur hlotið stórkostlega dóma allra helstu kvikmyndagagnrýnenda í Evrópu.
„Frábær sviðssetning, töfrandi hópur leikara, æðislegur taktur.“ (La Croix)