Vinnustofa: smjör, gerjun og menning
- Alliance Française í Reykjavík laugardagur 23. nóvember 2019 frá kl. 14-16
Í tilefni af hátíðinni Keimur 2019 og með atbeina sendiráðs Frakklands á Íslandi býður Alliance Française í Reykjavík upp á vinnustofu um smjör og gerjun laugardaginn 23. nóvember, kl. 14-16 í viðurvist kokksins/listakonunnar Anaïs Hazo.
Í lok vinnustofunnar býður Anaïs upp á gerjaða og kolsýrða drykki. Bragðað verður á smjörinu með sultum og sýrðu grænmeti, sem fyrirtækið Móðir Jörð í Vallanesi gefur, og með súrdeigsbrauði.
- Þessi vinnustofa verður í boði í tilefni af hátíðinni Keimur. Hún er ætluð börnum (frá 6 ára) og fullorðnum. Börn undir 10 ára þurfa að koma með foreldri eða forráðamanni.
- Vinnustofan fer fram á frönsku.
- Ókeypis aðgangur. Vinsamlegast athugið að sætafjöldi er takmarkaður og að skráning er nauðsynleg.