Vinnustofan „Franska í gegnum tölvuleiki“ er ætluð börnum 12 ára og eldri sem vilja bæta og dýpka frönskukunnáttu sína í gegnum úrval tölvuleikja með frönsku viðmóti. Tölvuleikirnir sem Héloïse valdi eru annaðhvort sígildir eða nýir sem leggja áherslu á sköpunargáfu og samvinnu þátttakenda. Hugmyndin með þessari vinnustofu er ekki að vera óvirkur fyrir framan skjá heldur frekar að leysa ráðgátur í teymi (fyrir suma leiki í sama herbergi og fyrir aðra í mismunandi herbergjum), byggja sýndarheima og tala saman á frönsku.
Markmið
-
- að efla talfærni
- að efla frönskukunnáttu sína í skapandi aðstæðum
- að læra að leysa ráðgátur í teymi
- að læra nýjan orðaforða sem tengist ýmsum þemum
Fyrirhugaðir tölvuleikir
Valið á leikjum er ekki enn opinbert og gæti breyst eftir einkennum þátttakenda.
-
- Pyjama Sam
- SpyFox
- Les sims (2,4)
- Codenames
- Le jeu de la vie 2
- We were here
- Keep talking and nobody explodes
- PowerZ
- L’amazone queen
Upplýsingar
-
- Vinnustofan er ætluð nemendunum frá 12 ára aldri.
- Allir velkomnir. Það er ekki skilyrði að kunna frönsku til að taka þátt í þessari vinnustofu.
- Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna vinnustofuna. Hámark: 8 nemendur.
- 9 skipti.