Val menntaskólanema „Bless fávitar“
- Staðsetning: Bió Paradis
- Dagsetning og tímasetning: laugardagur 19. febrúar, kl. 17
Menntaskólanemar úr Reykjavík sem allir eru að læra frönsku fengu að horfa á myndir í vetur og velja uppáhalds kvikmyndina sína á hátíðina. Myndin sem varð fyrir valinu er Bless fávitar, komið og kynnið ykkur hvers vegna! Myndin verður kynnt af framhaldsskólanemum.
Bless fávitar / Adieu les cons
eftir Albert Dupontel
Grín, Drama
Mynd með enskum texta.
2020, 87 mín.
Leikarar: Virginie Efira, Albert Dupontel, Nicolas Marié
Eftir að hin 43 ára Suze Trappet kemst að því að hún er alvarlega veik ákveður hún að leita að barninu sem hún varð að gefa frá sér þegar hún var 15 ára. Á meðan leit hennar stendur hittir hún skjalavörðinn JB sem er á sextugsaldri í kulnun og Hr.Blin, blindan en metnaðarfullan skjalavörð. Þríeykið heldur af stað í leitarferð sem er jafn stórbrotin og hún er ólíkleg.
Myndin hlaut César verðlaun menntaskólanema árið 2021 í Frakklandi og var valin á hátíðina af menntaskólanemum í Reykjavik sem eru að leggja stund á frönsku.
„Sjöunda kvikmynd Albert Dupontels í fullri lengd er ein hans besta og er á milli þess að vera tragedía og burlesque. Hún hittir beint í hjartastað.“ (Rolling Stone).