07/10/2020

Í ljósi útbreiðslu kórónaveirunnar á höfuðborgsvæðinu síðustu daga höfum við ákveðið að halda starfsemi okkar fyrir fullorðna, unglinga og sum börn á netinu til og með 20. október. Þessi ákvörðun var tekin með því markmiði að vernda nemendurna, foreldrana og starfsfólk Alliance Française. Tímasetningar námskeiðanna breytast ekki, þau bara færast yfir á netið.

Ástandið verður endurmetið eftir tvær vikur.

Maternelle tímarnir og nokkuð frönskunámskeið fyrir börn verða áfram kennd á staðnum. Foreldrar fá tölvupóst. Við biðjum foreldra barna eldri en 5 ára að bíða ekki á bókasafninu ef möguleiki er. Ef það er ekki hægt verður viðkomandi fullorðinn að vera með andlitsgrímu, sótthreinsa vel hendur og halda 2 metra bili á milli manna. Fólk þarf að koma með sínar eigin andlitsgrímur.

Við höfum framlengt allt bókasafnsefni til 20. október.

Farið varlega á meðan þetta ástand stendur. Við þökkum ykkur fyrir skilninginn og samvinnuna í þessari baráttu.

Kæru foreldrar, kæru nemendur, við vonum að sjá ykkur öll aftur fljótlega. Góðar kveðjur.

Starfsfólk Alliance Française í Reykjavík.