16/04/2021
Nýjar sóttvarnaráðstafanir í Alliance Française frá 19. apríl 2021.
–
Frönskukennsla fyrir börn og unglinga verður áfram á staðnum.
Kennarinn heldur tveggja metra fjarlægð og verður með andlitsgrímu eins og venjulega.
Til þess að veita góða þjónustu verður fjarkennsla í beinni útsendingu aðeins í boði fyrir börn sem:
-
- búa utan Reykjavíkur
- geta óhjákvæmilega sótt námskeið á staðnum (sóttkví, veikindi, ofsaveður, o.s.frv.)
Í öllu falli er nauðsynlegt að láta kennarann vita daginn áður (netföng að nota fyrir neðan).
–
Frönskukennsla fyrir fullorðna verður aftur á staðnum.
Kennararnir og nemendurnir verða með andlitsgrímu eins og venjulega í kennslustofunni.
Hægt er að velja fjarkennslu í beinni útsendingu ef nemendur vilja frekar vera heima en nauðsynlegt er að láta kennarann vita með tölvupósti daginn áður.
–
Tuttuga manna fjöldatakmörkun er í gildi á bókasafninu.
Grímuskylda gildir áfram í okkar húsakynnum. Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu.
31/03/2021
Nýju sóttvarnaráðstafanir í Alliance Française gilda til og með 15. apríl.
- Frönskukennsla fyrir börn til 3 ára heldur áfram á staðnum. Kennarinn og foreldrar eru með andlitsgrímu eins og venjulega og halda tveggja metra fjarlægð eins og hægt er. Kennslan verður í bókasafninu.
- Frönskukennsla fyrir börn heldur áfram á staðnum. Við hvetjum foreldra og forráðamenn að bíða ekki á bókasafninu ef möguleiki er (hámarksfjöldi 10 manns). Ef það er ekki hægt verður viðkomandi fullorðinn að vera með andlitsgrímu, sótthreinsa hendur og halda 2 metra bili á milli manna. Fullorðið fólk þarf að koma með sínar eigin andlitsgrímur.
- Frönskukennsla fyrir unglinga heldur áfram á staðnum. Kennarinn og nemendurnir verða með andlitsgrímu eins og venjulega og kennarinn heldur tveggja metra fjarlægð eins og hægt er.
- Frönskunámskeiðin fyrir fullorðna verða í boði með rafrænum hætti til og með 15. apríl.
24/03/2021
Í kjölfari nýju sóttvarnareglanna verða bara eftirfarandi frönskunámskeið áfram í boði á staðnum. Bara yngstu börnin halda áfram með staðnám (fædd árið 2015 og síðar). Öll önnur námskeið fara fram með rafrænu hætti (við sendum nemendunum tölvupóst).
-
- La petite classe – miðvikudaga kl. 16:15-16:45 á bókasafninu
(Tveggja metra regla og grímunotkun fyrir foreldrana / forráðamenn) - La petite classe – fimmtudaga kl. 16:25-16:55 á bókasafninu
(Tveggja metra regla og grímunotkun fyrir foreldrana / forráðamenn) - Maternelle 1 – þriðjudaga kl. 16:15-17:00
(Kennarinn heldur tveggja metra fjarlægð og verður með andlitsgrímu eins og venjulega) - Maternelle 2 – fimmtudaga kl. 17:00-17:45
(Kennarinn heldur tveggja metra fjarlægð og verður með andlitsgrímu eins og venjulega) - Maternelle 3 – miðvikudaga kl. 17:00-17:45
(Kennarinn heldur tveggja metra fjarlægð og verður með andlitsgrímu eins og venjulega)
- La petite classe – miðvikudaga kl. 16:15-16:45 á bókasafninu
Tíu manna fjöldatakmörkun er í gildi á bókasafninu.
Bókasafn Alliance Française verður einungis ætlað nemendunum, foreldrum / forráðamönnum á miðvikudögum kl. 16-17 og á fimmtudögum kl. 16-17 á meðan la petite classe stendur.
Við biðjum foreldra / forráðamenn barna Maternelle 1,2 og 3 að bíða ekki á bókasafninu ef möguleiki er. Ef það er ekki hægt verður viðkomandi fullorðinn að vera með andlitsgrímu, sótthreinsa hendur og halda 2 metra bili á milli manna. Fullorðið fólk þarf að koma með sínar eigin andlitsgrímur.
Takk fyrir skilninginn og samvinnuna í þessari baráttu.
Nándarregla verður áfram tveir metrar og reglur um grímuskyldu eru óbreyttar. Sem fyrr verða börn fædd 2005 og síðar undanþegin grímuskyldu en þau falla undir fjölda- og nálægðartakmarkanir.
03/11/2020
-
- La petite classe – fimmtudaga kl. 16:25-16:55
- (Tveggja metra regla og grímunotkun fyrir foreldrana)
- Maternelle 1 – þriðjudaga kl. 16:15-17:00
- (Kennarinn heldur tveggja metra fjarlægð og verður með grímu eins og venjulega)
- Maternelle 2 – fimmtudaga kl. 17:00-17:45
- (Kennarinn heldur tveggja metra fjarlægð og verður með grímu eins og venjulega)
- Maternelle 3 – miðvikudaga kl. 17:00-17:45
- (Kennarinn heldur tveggja metra fjarlægð og verður með grímu eins og venjulega)
- Classe 2.1 – mánudaga kl. 17-18
- (Kennarinn heldur tveggja metra fjarlægð og verður með grímu eins og venjulega. 2 metra reglan gildir líka fyrir nemendurna)
- Myndlist á frönsku – föstudaga kl. 15:30-17:30
- (Kennarinn heldur tveggja metra fjarlægð og verður með grímu eins og venjulega. 2 metra reglan gildir líka fyrir nemendurna. Börnin sem eru 10 ára eða eldri þúrfa að vera með grímu)
- La petite classe – fimmtudaga kl. 16:25-16:55
Við biðjum ykkur að bíða ekki á bókasafninu ef möguleiki er (nema fyrir la petite classe). Ef það er ekki hægt verður viðkomandi fullorðinn að vera með andlitsgrímu, sótthreinsa hendur og halda 2 metra bili á milli manna. Fullorðið fólk þarf að koma með sínar eigin andlitsgrímur.
Takk fyrir skilninginn og samvinnuna.
Skylt er að nota hlífðargrímur í Alliance Française í Reykjavík fyrir einstaklinga eldri en 10 ára.
Börn fædd 2011 og yngri eru undanþegin grímuskyldu.
07/10/2020
Í ljósi útbreiðslu kórónaveirunnar á höfuðborgsvæðinu síðustu daga höfum við ákveðið að halda starfsemi okkar fyrir fullorðna, unglinga og sum börn á netinu til og með 20. október. Þessi ákvörðun var tekin með því markmiði að vernda nemendurna, foreldrana og starfsfólk Alliance Française. Tímasetningar námskeiðanna breytast ekki, þau bara færast yfir á netið.
Ástandið verður endurmetið eftir tvær vikur.
Maternelle tímarnir og nokkuð frönskunámskeið fyrir börn verða áfram kennd á staðnum. Foreldrar fá tölvupóst. Við biðjum foreldra barna eldri en 5 ára að bíða ekki á bókasafninu ef möguleiki er. Ef það er ekki hægt verður viðkomandi fullorðinn að vera með andlitsgrímu, sótthreinsa vel hendur og halda 2 metra bili á milli manna. Fólk þarf að koma með sínar eigin andlitsgrímur.
Við höfum framlengt allt bókasafnsefni til 20. október.
Farið varlega á meðan þetta ástand stendur. Við þökkum ykkur fyrir skilninginn og samvinnuna í þessari baráttu.
Kæru foreldrar, kæru nemendur, við vonum að sjá ykkur öll aftur fljótlega. Góðar kveðjur.
Starfsfólk Alliance Française í Reykjavík.