Tunglferðin

eftir Georges Méliès

Drama/Vísindaskáldskapur.
1902, 14 mín.

Þessi stuttmynd verður synd í tilefni af Sólveigar Anspach kvöldinu.

Byggt á Ferðinni til tunglsins eftir Jules Verne (1865) og Fyrstu menn á tunglinu eftir H.G. Wells (1901).

Barbenfouillis prófessor skipuleggur ferð til tunglsins ásamt sex öðrum vísindamönnum.

Georges Méliès var sjónhverfingamaður og leikstjóri. Hann leikstýrði yfir 600 kvikmyndum og fann upp fjöldann allan af aðferðum og brellum við kvikmyndagerðina. Tunglferðin var upphafið að vísindaskáldskap í kvikmyndum og telst til þeirra merkustu í kvikmyndasögunni.

Lobster Films, Gan sjóðurinn á vegum Groupama og Technicolor sjóðurinn fyrir kvikmyndaminjar gengust fyrir því að hreinsa og gera myndina upp.

SÝNINGARTÍMI
TIL BAKA