The Wages of Fear
eftir Henri-Georges Clouzot
Tegund: Ævintýri, Drama, Thriller
Tungumál: Franska og önnur tungumál með enskum texta
1953, 131 mín.
Aðalhlutverk: Yves Montand, Charles Vanel, Peter van Eyck
Í suður-amerísku þorpi er hópi manna heitið ríflegri áhættuþóknun fyrir að flytja í skyndi farm af nitrógliseríni gegnum torfæran skóg. Vörubílarnir eru illar búnir til flutninga á svo sprengifimum farmi. Og milli vörubílstjóranna myndast rígur um það hverjir þeirra koma farminum á áfangastað. Gríðarleg spenna myndast þegar ekið er yfir lélegar hengibrýr og drullusvöð en ekkert fær stöðvað mennina sem eiga allt undir því að hljóta laun fyrir að takast á við ómennskan óttann, komist þeir alla leið.
Myndin hlaut gullpálmann í Cannes og gullbjörnin í Berlín árið 1953. Hún er eitt af snilldarverkum leikstjórans Henri-Georges Clouzot og gerði aðalleikarann Yves Montand að einni af skærustu stjörnum kvikmyndanna.
Ekki missa af klassísku kvöldi á Franskri kvikmyndahátíð laugardaginn 21. janúar kl 19:00.