Talnámskeið á frönsku
Talnámskeiðið hefur það markmið að efla samræður, framburð á frönsku með því að nota hljóðfræði, hljómfall og málfræði í talmáli. Talnámskeiðið er líka að sjálfsögðu tækifæri til að efla frönskukunnáttu sína í talmáli í gegnum samræður. Ýmsar þemur verða í boði: fréttir, þjóðfélag, menning Frakklands.
Markmið
- að efla framburð og tjáningu í frönsku.
- að læra og kunna hljómfall í frönsku
- að nota málfræði í talmáli og bæta orðaforða í frönsku
- að ræða á frönsku um ýmisleg efni um Frakkland.
NÝTT - Staðnám með fjarkennsku í beinni útsendingu
Býrð þú fyrir utan höfuðborgarsvæðið? Ertu oft á ferðalagi? Ertu í sóttkví? Er óveður? Viltu frekar læra heima?
Í dag skiptir sveigjanleiki í námi miklu máli. Við bjóðum nú upp á nýja lausn sem gefur nemendum kost á að taka þátt í frönskunámskeiði hvar sem þeir eru. Nemendur geta nú valið á milli tveggja valkosta fyrir hvern tíma í námskeiðinu: að læra á staðnum eða að vera í fjarkennslu í beinni.
Kennsluefni
- Talnámskeiðið fer fram í einn klukkutíma einu sinni í hverri viku.
- 8 vikur af námskeiðum (8 klst.)
- Stig: A2-B1
Kennsluefni
- Við biðjum nemendurna að koma með skriffæri.
Frestun og viðurkenning
- Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annarinnar.
- Nemendurnir fá viðurkenningu í lok annarinnar ef þeir hafa mætt að minnsta kosti 70% á námskeiðið.
Styrkir til náms og greisðlur
Hægt er að skipta greiðslunni í tvennt og greiða í heimabanka.