Swagger

eftir Olivier Babinet

Heimildamynd, enskur texti.
2016, 84 mín.

Leikarar: Aïssatou Dia, Mariyama Diallo, Abou Fofana.
Tónlist eftir Jean-Benoît Dunckel.

Swagger sýnir okkur ellefu börn og unglinga, merkilegar persónur hvert um sig, sem búa í einhverjum verstu fátækrahverfum í Frakklandi. Þessi heimildamynd sýnir heiminn eins og þau sjá hann og við heyrum hvað þeim býr í brjósti, sem bæði er fyndið og sláandi.

Olivier Babinet beinir skörpum en skilningsríkum augum að ellefu venjulegum unglingum sem hann kvikmyndaði mánuðum saman og gerði úr þeim ósviknar söguhetjur. „Mögnuð svipmynd af Frakklandi okkar daga, milli draums og veruleika“ (L’Obs).

Sýningin er ókeypis.

Dagsetning: miðvikudagur 13. febrúar kl. 17:45

Staðsetning: Veröld – hús Vigdísar

TIL BAKA