Á þessari vinnustofu búa börnin til list í opinberu rými úr náttúrulegum efnivið. Þátttakendur finna líka efnivið í ferðum í lystigarði, við sjóinn og í skógi til þess að geta líka búið til samklipp, grasasafn og ýmis listaverk í Alliance Française. Síðasta daginn verður boðið upp á rafræna listasýningu fyrir foreldra.
Markmið
-
- að efla orðaforða á frönsku sem tengist náttúrunni
- að uppgötva mismunandi efnivið
- að læra hvernig á að gera grasasafn
- að læra nýjar aðferðir við skapandi list
- að þroska hugarheim sinn og eigin sköpunargáfu
Kennari: Lucie Collas
Kennsluefni innifalið.
-
- Vinnustofan er ætluð börnum frá 6 til 10 ára.
- Við mælum með stigi A2 í frönsku til að geta fylgst með vel.
- Lágmark: 4 börn. Hámark: 10 börn.
- Þátttakendur þurfa að vera klæddir eftir veðri (pollagallar, stígvél, vettlingar, o.s.frv.)
- Kennsluefni og síðdegishressing innifalin (frönsk kex og ávextir annan hvern dag og croissants síðasta daginn)