Föndur og endurnýting
Á hverjum degi safnast úrgangur okkar upp en vissir þú að sumt er hægt að endurnýta til að búa til nýja hluti? Héloïse býður unglingum upp á vinnustofu til að endurnýta hluti og gefa þeim annað líf. Spennandi vinnustofa sem mun vekja upp vistfræðilega vitund allra.
Dagsetningar og tímasetningar
Vinnustofurnar fara fram frá kl. 13 til 16 daglega. Það stendur til boða að láta þátttakendurna borða nesti milli hádegis og 13:00.
Upplýsingar
-
- Aldur: 11 til 15 ára.
- Lágmark og hámark þátttakenda : 4 til 8 þátttakendur.
- Smá hressing verður í boði en þátttakendur þurfa að koma með hádegisnesti ef þeir borða í Alliance í hádeginu.
- Það er ekki skylda að kunna frönsku til að taka þátt. Markmiðið er að uppgötva tungumál í skemmtilegu umhverfi.