Sýningin opnar Fim 1. Nóv kl. 18:00 í Listastofunni
Sýningin verður til 10. Nóv 13:00 – 18:00
Einkasýning fjöllistakonunnar Claire Paugam Sleipir kantarfjallar um þá óstöðugu, síbreytilegu strjálu línu á milli þess ytra og innra, fjallar um línuna á milli mismunandi vídda alheimsins. Með mismunandi listformum leiðir Claire áhorfandann í gegnum sjónræna óvissu þar sem frumefnin fá aldrei á sig heila mynd.
“Claire Paugam vinnur með lög, samanfallandi áferðir og liti. Hún styðst við myndskeið, ljósmyndainnsetningar ogýmsan flutning þar sem hún notast við áferðir til að sameina líkama og náttúru. Þessar áferðir eru nokkurskonar speglun út í alheiminn og ákveðin framlenging af þeim mörgu skilningarvitum sem náttúran og landslagið geymir í sér. Claire vinnur með líkamleika. Hún notar ekki líkamannbókstaflega, heldur blæs hún líkamlegu lífi í líflausa hluti. Í sköpunarferli Claire má ekki aðeins sjá líflausa hluti fyllast lífi landslagsins heldur sjáum við líka hvernig þessir líflausu hlutir ýta undir ákveðna hlutgervingu í landslaginu. Þetta vekur ef til vill upp spurningar um hvað sé í raun raunverulegt og áþreifanlegt og hvar línan á milli efna ogmassa liggur yfir höfuð.”
(Ágrip úr “Claire Paugam – Attempting the Embrace” eftir Barabara Valentina, Umbigo art and design magazine, 2017)
Claire Paugam er frönsk fjöllistakona (f. 1991) búsett í Reykjavík. Hún útskrifaðist með mastersgráðu í myndlist úr Listaháskóla Íslands árið 2016 og sýndi í kjölfarið á 5th Biennale for Young Art í Moskvu sama ár.