Sjúklingar
eftir Grand Corps Malade og Mehdi Edir
Dramatísk gamanmynd, enskur texti.
2017, 110 mín.
Leikarar: Pablo Pauly, Soufiane Guerrab, Moussa Mansaly.
Ben getur hvorki baðað sig, klætt né gengið þegar hann kemur á endurhæfingarstöð eftir alvarlegt bílslys. Sjúklingar er saga af endurfæðingu, skrykkjóttri ferð þar sem skiptast á sigrar og ósigrar, tár og skellihlátrar en þó fyrst og fremst samfundir við annað fólk því enginn læknast á eigin spýtur.
Franski slammarinn Grand Corps Malade sótti innblástur í eigin reynslu þegar hann gerði „grípandi og sanna mynd sem menn hlæja og gráta yfir.“ (Rolling Stone)