„Ómöguleg ást“ - val menntaskólanema
- Staðsetning: Bió Paradis
- Dagsetning og tímasetning: laugardagur 6.febrúar, kl. 18
Í ár var hópur framhaldsskólanema í frönsku fenginn til að velja mynd á frönsku kvikmyndahátíðina 2021. Þau horfðu á fimm franskar myndir með kennara í haust og Í fylgd með kennara og völdu eina fyrir frönsku kvikmyndahátíðina.
Kvikmyndin sem þau völdu er Un amour impossible (Ómöguleg ást) eftir Catherine Corsini. Þetta er rómantísk saga sem spannar nokkra áratugi. Ómöguleg ást er aðlögun á hinni frægu femínísku skáldsögu Christine Angot.
Alda Ricart, Lilja Rut Valgarðsdóttir og Óðinn Jökull Björnsson munu kynna fyrir þér þessa einstöku mynd á slensku og frönsku á undan myndinni!
Ómöguleg ást / Un amour impossible
Drama – Rómans, Ævisaga með enskum texta.
2019, 135 mín.
Leikarar: Virginie Efira, Niels Schneider, Jehnny Beth.
Myndin fjallar um ástarsamband franskrar lágstéttarstúlku við hástéttarmann og fylgir örlögum þeirra í nokkra áratugi.
Myndin var valin til sýninga á Frönsku kvikmyndahátíðinni af íslenskum menntaskólanemum í frönsku. Nemendur munu kynna myndina fyrir sýningu.