Sáli í Túnis / Un divan à Tunis

eftir Manele Labidi Labbé

Gamanmynd með íslenskum texta.
2019, 88 mín.

Leikarar: Moncef Ajengui, Amen Arbi, Ramla Ayari.

Sálgreinirinn Selma snýr aftur til heimabæjar síns í Túnis til þess að opna sálfræðistofu. Ekki eru allir bæjarbúar sáttir við þetta framtak í fyrstu en fljótlega fara furðufuglar bæjarins að láta sjá sig og kúnnahópur Selmu stækkar ört. Fljótlega er Selma komin inn í öll leyndarmál og slúður bæjarins og málin flækjast enn frekar þegar myndarlegur lögreglumaður fer að sýna henni áhuga.

Myndin veitir ómetanlega innsýn inn í samtímasafélag Túnis, auk þess að vera sprenghlægileg!

SÝNINGARTÍMAR OG MIÐASALA
TIL BAKA