Ratleikur Lexíu - finndu orð til að þýða!
-
- Staðsetning / Brottför: Alliance Française í Reykjavík
- Dagsetning: laugardagur 20. mars 2021, kl. 15
- Allir velkomnir / Ókeypis
Í tilefni af hátíð franskrar tungu 2021 bjóða Alliance Française í Reykjavík og sendiráð Frakklands á Íslandi, í samstarfi við Lexíu upp á ratleik laugardaginn 20. mars 2021, kl. 15. Markmiðið er að finna íslensk orð á skiltum í miðbænum og þýða þau á frönsku með því að nota nýju veforðabókina Lexíu milli íslensku og frönsku (http://lexia.arnastofnun.is). Leikurinn tekur um það bil einn klukkutíma.
Alliance Française afhendir spurningablaðið kl. 15. Einnig verður hægt að nota rafrænt spurningablað ef þið viljið sleppa því að koma í Alliance kl. 15 (við sendum hlekkinn á laugardaginn).
Til að staðfesta þátttökuna þurfið þið að skila svörunum til Alliance Francaise kl. 16. Það verður þá dregið úr vinningshöfum. Það verður boðið upp á léttar veitingar og kaffi.
Ath. Þau sem svara á rafrænu formi þurfa að koma í Alliance Française kl. 16 til að staðfesta þátttökuna.