Alliance Française í Reykjavík, í samstarfi við Institut français, býður upp á rafræna sýningu heimildamyndarinnar „16 levers de soleil“ sem fylgir vísindaleiðangri geimfarans Thomas Pesquet í alþjóðlegu geimstöðinni frá 2016 til 2017. Heimildamyndin er eftir Pierre-Emmanuel Le Goff. Rafræna sýningin verður laugardaginn 28. nóvember 2020, kl. 14 með enskum texta. Eftir sýninguna verður hægt að spyrja leikstjórann Pierre-Emmanuel Le Goff spurninga á frönsku í beinni.
-
- Lengd: 1 klst og 57 mín
- Tungumál: franska með enskum texta
- Dagsetning og tímasetning: laugardagur 28. nóvember 2020 kl. 14
- Búnaður að hafa: tölva og gott netsamband
- Skráning nauðsynleg fyrir 27. nóvember til að geta fengið aðgangshlekkinn
- Þessi rafræna sýning er ókeypis