Ókeypis sýning „Viking“ eftir Stéphane Lafleur
Alliance Française fagnar degi kanadískra kvikmynda í samstarfi við sendiráð Kanada á Íslandi og Reel Canada.
-
- „Viking“ eftir Stéphane Lafleur (2022)
- Lengd: 104 mín.
- Sýnd á frönsku með enskum texta.
- Léttvínsglas og léttar veitingar í boði sendiráðs Kanada á Íslandi.
Ágrip
Fimm geimfarar eru sendir til Mars. Til að forðast og leysa hugsanleg mannleg vandamál milli þeirra fer einnig samhliða fram verkefni á jörðinni.
Horfa á stiklu