Námskeið 1 er ætlað börnum frá 12 til 16 ára aldurs. Þetta námskeið er fyrir algjöra
byrjendur í frönsku (A1.1).
Nemendurnir læra að skilja og nota auðveldar setningar og orðaforða um daglegt líf. Þeir læra að kynna sig, að tala um sig og um umhverfið sitt, að tala um tilfinningar og að spyrja einfaldra spurninga. Nemendurnir eru hvattir að tjá sig í frönsku í námskeiðinu.
Þetta námskeið býður nemendunum upp á mörg verkefni sem efla námið í frönsku með því að skrifa, að lesa, að tala og að skilja talmál.
Kennslubók: Adosphère 1 (Hachette) fyrri hluti.
Að loknu námskeiðinu stendur börnum til boða að taka DELF Junior A1 prófið
Ein klukkustund í hverri viku.
Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna námskeiðið. Hámark: 6 nemendur.
Frestun og forföll
- Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annanna.
Styrkir
Munið að athuga með námsskeiðsstyrki hjá Reykjavíkurborg og Kópavogi.