Lovísa missir af lestinni
eftir Jean-François Laguionie
Í þýðingu nemanda í frönsku við Háskóla Íslands.
2015, 75 mín.
Sumarið er liðið og Lovísa er ein eftir á auðri baðströnd. Þar er hvorki rafmagn né sími og hún verður að glíma við náttúruöflin og einveruna. Gamlar minningar vakna til lífsins og ævintýrið kviknar.
Jean-François Laguionie er höfundur meistaraverksins „Málverkið“ en í þessari mynd sinni segir hann á kíminn og ljóðrænan hátt frumlega sögu af Lovísu. Þetta er dýrleg saga fyrir alla aldurshópa.
„Snilldarverk, lofsöngur til lífs og frelsis“ (Le Figaro).
TIL BAKA