Ljósmyndasýning um Korsíku eftir Guðrúnu Önnu Matthíasdóttur
Í tilefni af hátíðinni Keimur 2021 og með atbeina Korsíska íslenska bandalagsins býður Alliance Française í Reykjavík upp á ljósmyndasýningu um Korsíku eftir Guðrúnu Önnu Matthíasdóttur frá 1. til og með 17. desember 2021 í Tryggvagötu 8.
Opnun sýningarinnar verður föstudaginn 3. desember kl. 19:30 í tilefni af kvöldinu tileinkað mat og vín frá Korsíku í viðurvist kokksins Simon Andrews (skráning nauðsynleg)
Að kynnast framandi menningarheimum og landslagi, auk þess að vinna með börnum sem kennari í nokkur á, hefur gefið mér mikið og jafnvel aukið enn á þörfina til sköpunar; mála, skrifa og taka ljósmyndir.
Eftir að ég flutti ásamt manninum mínum til Frakklands, sneri ég mér af fullum krafti að listinni. Þar hef ég tekið þátt í nokkrum sýningum, bæði ljósmynda- og málverkasýningum, aðallega á Korsíku, sem hefur verið heimili okkar síðastliðin ellefu ár.
Ég hef einnig gefið út tvær barnabækur um „Agnarögn“ þar sem textinn er á þremur tungumálum frönsku, íslensku og korsísku og er franskan þar milliliður.
Ég er í stjórn Korsíska íslenska bandalagsins. Félagið var stofnað 2015 og er meginmarkmið þess að stuðla að menningarlegum tengslum milli eyjanna tveggja, eins og til dæmis þessi sýning í samstarfi við Alliance Francaise Reykjavík. Flestir viðburðirnir hafa hingað til átt sér stað á Korsíku en undirbúningur er þegar hafin fyrir næsta viðburð á Íslandi.