Jean-Marie Ghislain ljósmyndari og Leina Sato, sem kafar án súrefnisbúnaðar, eru stödd á Íslandi með The Elemen’Terre Project og ætla að kafa þar til móts við hvali og ljósmynda það sem fyrir augu ber. Þau bjóða til sýningar í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem sýndur verður afrakstur af starfi þeirra og sitthvað úr nálægri en viðkvæmri veröld hvalanna.
Föstudagur 28. september 2018:
- 15:00 Fyrirlestur Leinu Sato og Jean-Marie Ghislains á ensku um kynni þeirra af hvölum og hvers þau urðu vísari eftir að hafa kafað í hafinu við Ísland.
- 16:30 Sýningin opnuð.
Sýningin stendur í Ráðhúsinu til 7. október.
Sýningin er í boði franska sendiráðsins, Alliance Française de Reykjavík, Reykjavíkurborg með styrk frá Whales of Iceland og Special Tours Iceland.
The Elemen’Terre Project verkefnið hlaut styrk frá Icelandair.
Ókeypis er inn á atburðina og allir velkomnir.