Litli bóndinn

eftir Hubert Charuel

Drama, enskur texti.
2017, 90 mín.

Leikarar: Swann Arlaud et Sara Giraudeau.

Pierre er þrítugur kúabóndi. Það kemur upp sjúkdómur í kúm í Frakklandi og Pierre áttar sig á því að ein af kúnum hans er smituð. Hann fær ekki af sér að farga þeim. Þær eru allt sem hann á og hann fer fram á ystu nöf til að bjarga þeim.

„Mynd sem hvergi fatast flugið, næm og næstum eins og heimildamynd en breytist svo í spennumynd á sveitaslóðum.“ (Le Dauphiné libéré).

Litli bóndinn hlaut frönsku Césarverðlaunin fyrir frumraun leikstjóra. Aðalleikararnir tveir hlutu líka Césarverðlaunin fyrir besta leik í karlhlutverki og besta leik konu í aukahlutverki.

TIL BAKA