Litla Land / Petit Pays

eftir Eric Barbier

Drama með enskum texta.
2020, 111 mín.

Leikarar: Jean-Paul Rouve, Isabelle Kabano, Djibril Vancoppenolle.

Gabríel er tíu ára og lifir áhyggjulausu lífi í úthverfi Bújúmbúra, í Afríkuríkinu Búrúndí. Allt hverfist um vinina og þeirra uppátæki í botnlanganum sem þeir hafa gert að ríki sínu. En þegar borgarastríð skellur á í landinu, og þjóðarmorð er framið í nágrannaríkinu Rúanda, breytist allt. Falleg saga um vináttu og sakleysi æskunnar, en líka átakanlegur vitnisburður um þau eyðandi áhrif sem stríð og ofbeldi hafa á líf og samfélög manna. Myndin er byggð á skáldsögu tónlistarmannsins Gaëls Faye og endurspeglar uppvöxt hans í Búrúndí. Bókin var þýdd á íslensku.

SÝNINGARTÍMAR OG MIÐASALA
TIL BAKA