Listin talar tungum - leiðsögn á frönsku í Hafnarhúsi
Florence Courtois, Erasmus starfsnemi í menningarstjórnun, verður með leiðsögn á frönsku um sýninguna D-vítamín í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi sunnudaginn 21. apríl kl. 13.00
D-vítamín er aukaskammtur skapandi orku úr myndlistarlífi samtímans hér á landi. Á sýningunni kemur saman úrval upprennandi listamanna með glæný og nýleg verk í anda þeirrar hefðar sem mótast hefur í áralangri sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal. Nýverið var þar haldin 50. sýningin og ákveðið að bregða aðeins út af vananum af því tilefni. Nú teygir verkefnið sig út fyrir veggi D-salar og öll efri hæð Hafnarhúss er undirlögð.
Viðburðurinn er í samstarfi við Alliance Française.
Aðgangur er ókeypis