Gönguleiðsögn á frönsku um útlistaverkin í Perlufesti
Florence Courtois verður með gönguleiðsögn á frönsku um útlistaverkin í Perlufesti, höggmyndagarði kvenna í sunnudaginn 9. júní kl. 13.00. Gangan hefst við Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús, Tryggvagötu 17.
Höggmyndagarðurinn Perlufesti var opnaður þann 19. júní 2014 en hann er til minningar um upphafskonur íslenskrar höggmyndalistar. Nafnið vísar til hringlaga afstöðu verkanna til hvers annars í garðinum, en undirstrikar einnig að listakonurnar og verk þeirra eru sérstök hvert fyrir sig, líkt og perlur sem hafa verið þræddar upp á þráð.
Florence Courtois er Erasmus starfsnemi í menningarstjórnun hjá Listasafni Reykjavíkur.
Viðburðurinn er í samstarfi við Alliance Française.
Aðgangur er ókeypis