Hvað er þörungur? Hver er ávinningurinn að nota þörunga? Matvælaöryggi, loftslagsbreytingar, efnahagslegar og félagslegar áskóranir… Hvernig geta þörungar veitt okkur áþreifanlegar lausnir til að mæta helstu áskorunum samtímans? Hvernig á að rækta þá á sjálfbæran hátt?
Vincent Doumeizel mun kynna bók sína „La révolution des algues“ í Alliance Française til að reyna að svara þessum spurningum.
Hann er ráðgjafi „Senior Adviser for Ocean at United Nations Global Compact“ hjá Sameinuðu þjóðunum. Hann skrifaði í samvinnu við helstu stofnanir, iðnaðar- og fræðilega samstarfsaðila í skýrslunni „Seaweed Manifesto“ sem kynnt var fyrir NATÓ.
Fjölskyldufyrirtækið Íslensk hollusta mun bjóða upp á smökkun á þangafurðum.
- Viðburður á frönsku.
- Lengd: 90 mín
Þessi viðburður verður tækifæri til að uppgötva ljósmyndir af sýningunni „Þörungar bretónsku strandarinnar“ frá franska félaginu Algue Voyageuse.