„Keimur 2018“

Dagana 2. – 24. nóvember bjóða Alliance Française í Reykjavík og sendiráð Frakklands á Íslandi, í samstarfi við Hagkaup, í annað skiptið upp á hátíð fyrir bragðlaukana sem nefnist Keimur. Hátíðin er helguð franskri matgerðarlist og í þetta skipti sérstaklega kökugerð. Meðal annars dvelst Jacquy Pfeiffer nokkra daga á landinu. Hann er meistari í kökugerð og heldur vinnustofur þar sem hann sýnir list sína og gefur að smakka. Þá verða skólar í Reykjavík sóttir heim og augu og bragðlaukar nemenda opnaðir fyrir bragði, á frönsku. Það verður námskeið í eldamennsku og gestum og gangandi (nauðsynlegt er þó að skrá sig) boðið upp á pikknikk með úrvalsréttum úr franskri hversdagsmatseld.

DAGSKRÁ HÁTÍÐARINNAR

Laugardagur 3. nóvember

  • Kl. 13-15
    Hagkaup í Kringlunni
  • Jacquy Pfeiffer kynnir hvernig á að baka kryddbrauð.

Mánudagur 5. nóvember

  • Kl. 17
    í bústað sendiherra Frakklands
  • Móttaka fyrir boðsgesti í bústað sendiherra Frakklands á Íslandi
    þar sem Jacquy Pfeiffer býður smákökur sem hann hefur eldað.

Þriðjudagur 6. nóvember

  • í Menntaskólanum í Kopavogi
  • Matvæla- og hótelskólinn, Menntaskólanum í Kópavogi – Jacquy Pfeiffer heldur vinnustofu fyrir nemendur skólans.
    Þar verður einnig sýnd myndin „Kings of Pastry“ sem fjallar um Pfeiffer.

Miðvikudagur 7. nóvember

  • Kl. 10
    Í Landakotsskóla
  • Jacquy Pfeiffer verður með kynningu fyrir nemendur.

Fimmtudagur 15. nóvember

  • Kl. 17
    í bústað sendiherra Frakklands
  • Móttaka fyrir boðsgesti í tilefni af komu
    Beaujolais nouveau rauðvínsins.

Mánudagur 19. nóvember - föstudags 23. nóvember

  • Í skólum í Reykjavík
  • Nemendur í ýmsum skólum í Reykjavík frædddir um bragð og leyft að komast í tæri við bragðskynjun

Þriðjudagur 20. nóvember

  • Kl. 18 – 20
    Alliance Française í Reykjavík

Laugardagur 24. nóvember

  • Kl. 11 – 14
    Alliance Française í Reykjavík
  • Kl. 14 – 15
    Alliance Française í Reykjavík

VIÐBURÐIR Í ALLIANCE FRANÇAISE DE REYKJAVÍK