Alliance Française í Reykjavík, sendiráð Frakklands á Íslandi og Landakotsskóli hafa í fyrsta skipti skrifað undir samkomulag sem hefur það markmið að taka upp opinbert DELF skólatengt próf á Íslandi fyrir nemendur Landakotsskólans í frönsku. Á hverju ári verður frönskugeta nemenda Landakotsskólans metin samkvæmt alþjóðlegum tungumálastöðlum. Prófin eru sniðin eftir Evrópska tungumálarammanum. DELF eru alþjóleg próf og viðurkennd víða um heim. Menntamálaráðuneyti Frakklands stendur á bak við þau og CIEP (Centre international d’études pédagogiques) hefur staðlað þau og vottað.