Námskeiðið 2 í Cycle 4 hefur það markmið að bæta kunnáttu Cycle 3. Nemendur byrja að dýpka kunnáttu sína í frönsku.
Nemendur læra að nota frönsku sem skrifmál við ólíkar aðstæður og í fjölbreyttum tilgangi. Þeir bæta þekkingu sína í að skrifa vandaða texta á frönsku. Á þessu námskeiði fylgir kennarinn kennsluáætlun stigs 4ème franska menntamálaráðuneytisins. Hann gerir þetta nám lifandi og áþreifanlegt með því að leggja til kennsluverkefni. Í tilefni af heimsókn Anouk Bloch-Henry í nóvember 2021 uppgötva nemendur bókina hennar Harriet Tubman, la femme qui libéra 300 esclaves (Oskar édition). Nemendur undirbúa komu hennar og taka svo á móti henni.
-
- Bók að kaupa aukalega í haust: Harriet Tubman, la femme qui libéra 300 esclaves eftir Anouk Bloch-Henry.
- Lengd tímana: 90 mín í hverri viku (32 vikur á skólaárinu 2021-2022).
- Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna námskeiðið. Hámark: 8 nemendur.
- Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annanna.
Styrkir
Munið að athuga með námsskeiðsstyrki hjá Reykjavíkurborg og Kópavogi. Hægt er líka að fá staðfestingu fyrir greiðslu til að sækja um styrk.