Námskeið 1 í Cycle 2 eflir kunnáttu í talmáli og býður nemendum upp á að læra að skrifa og lesa á frönsku. Þetta stig er inngangur að skrift og lestri í frönsku.

Kennarinn hjálpar nemendunum með því að stýra og aðstoða við hreyfingu fyrstu skriftar. Nemendurnir læra að endurskrifa og muna orð, síðan stutta texta. Þeir byrja með því að þylja upp og svo að endurskrifa textana. Nemendur læra líka að lesa einföld atkvæði á frönsku. Þeir taka þátt í þverfaglegum verkefnum til að efla námið.

Þetta námskeið býður nemendunum upp á mörg þroskandi og skemmtileg verkefni sem efla námið í frönsku með því að skrifa, að lesa, að tala og að skilja talmál.

    • Lesbók og vinnubók: Mon gros cahier pour apprendre à lire et à écrire (að kaupa aukalega í september)
    • Lengd tímana: 75 mín í hverri viku (32 vikur á skólaárinu 2022-2023).
    • Það þarf að minnsta kosti fjóra nemendur til að opna námskeiðið. Hámark: 8 nemendur.
    • Verði tímum frestað vegna veikinda kennara eða öðrum ástæðum verður það bætt upp í lok annanna.

Styrkir

Munið að athuga með námsskeiðsstyrki hjá Reykjavíkurborg og Kópavogi. Hægt er líka að fá staðfestingu fyrir greiðslu til að sækja um styrk.

Skóladagatal

212_4.2_skoladagatal-2022-2023_grunnur
  • DAGSETNING: frá 6. september 2022 til 23. maí 2023
  • TÍMASETNING: ​þriðjudaga kl. 15:00-16:15
  • VERÐ: 80.000 kr. (77.000 kr. fyrir 21. ágúst 2022)
    3.000 kr. afsláttur af gjaldi annars, þriðja og fleiri systkina. Þetta tilboð er ætlað börnum og unglingum.

craysonsenfants

Af hverju franska?

Vídeó, Röksemd
testenfant

Stöðupróf

Hvernig á að skrá sig?
biblioenfant

Gerast félagi

Bókasafn, Culturethèque
delfenfants

Próf

DELF-DALF, TCF
conditions-generales-vente-prestations-services-1024x341

Skilmálar

Almennir skilmálar