Alliance Française býður upp á fjarkennslu á netinu með kennurum og hugbúnaði. Við bjóðum upp á:

    • fljót og árangursríkt samskipti á milli nemenda og teymisins hjá Alliance Française í Reykjavík
    • fjarfundakerfið Zoom sem er þægilegt að nota (við notum lykilorð)
    • stafrænan stað ætluðum nemendunum og kennurunum þar sem hægt er að deila skjölum og gefa/skila verkefnum (Padlet, drive, o.s.frv.)
    • fagleg umsjónar- og kennsluteymi menntuð í kennslufræðum

Námskeiðin eru í þremur flokkum samkvæmt markmiðum og áætlun nemenda.

Að uppgötva frönsku

Fyrstu kynni af tungumálinu

Nemendur geti skilið og notað almennar og einfaldar setningar um daglegt lif til að geta bjargað sér í einföldum aðstæðum. Þeir geti kynnt sig, kynnt aðra og spurt spurninga til baka (t.d. að spyrja hvar einhver býr, um vini einhvers, um eigur fólks o.s.fv.). Nemendurnir geti líka svarað þessum spurningum. Þeir geti tekið þátt í einföldum samræðum ef hinn aðilinn er reiðubúinn að endurtaka eða umorða hluti hægt og hjálpa þeim að koma orðum að því sem þeir eru að reyna að segja.

​Frönskunámskeið fyrir byrjendur með rafrænum hætti
mánudaga, kl. 12:00 – 14:00

Nemendur læra að kynnast sig, að tala um sig og um umhverfið sitt, að spyrja einfaldra spurninga o.s.fv. Þetta námskeið er fyrir þá sem hafa aldrei lært frönsku áður.

26 klukkustundir
Alm. verð 52.000 kr.
(49.400 kr. fyrir 31/08)

Að taka framförum í frönsku

Millistig og notkun tungumálsins

Nemendur geti skilið setningar og algeng orð sem tengjast þeim persónulega (t.d. persónulegar upplýsingar um sig og fjölskyldu sína, innkaup, nánasta umhverfi og atvinnu). Þeir geti tjáð sig um einföld og fastmótuð verkefni sem þarfnast einfaldra og beinna tjáskipta um efni sem þeir þekkja. Þeir geta myndað nokkrar setningar til þess að geta sagt frá umhverfi og menntun eða til þess að geta spurt og fengið það sem þeir þurfa.

​Frönskunámskeið á millistigi með rafrænum hætti
miðvikudaga, kl. 12:00 – 14:00

Nemendur læra hvernig á að tala um smekk sinn og skoðanir, að gefa jákvætt eða neikvætt álit, að tala um minningar, að spyrja um nánari upplýsingar og að skilja gefnar upplýsingar o.s.fv.

26 klukkustundir
Alm. verð 52.000 kr.
(49.400 kr. fyrir 31/08)

​Frönskunámskeið á millistigi með rafrænum hætti
þriðjudaga, kl. 18:00 – 20:00

Nemendur læra hvernig á að tala um smekk sinn og skoðanir, að gefa jákvætt eða neikvætt álit, að tala um minningar, að spyrja um nánari upplýsingar og að skilja gefnar upplýsingar o.s.fv.

26 klukkustundir
Alm. verð 52.000 kr.
(49.400 kr. fyrir 31/08)

Að efla frönsku sína

Sjálfbjarga á tungumálinu

Nemendur geti skilið aðalatriði venjulegs talmáls um efni sem þeir þekkja og tengist vinnu þeirra, skóla, frístundum o.s.fv. Þeir geta tekist á við flestar aðstæður sem geta komið upp á ferðalagi um svæði þar sem málið er talað. Þeir geta óundirbúnir tekið þátt í samræðum um efni sem þeir þekkja, hafa áhuga á eða tengist daglegu lífi. Þeir geti sagt frá viðburði eða upplifun, lýst von eða markmið og líka gefið upplýsingar og útskýrt hvað þeir hafa fyrir stafni eða hugmyndir sínar.

Frönskunámskeið fyrir lengra komna með rafrænum hætti
fimmtudaga, kl. 18:00 – 20:00

Námskeiðið B2/C1 gefur nemendum tækifæri á að rifja upp og að læra nýja þekkingu: tileinka sér nýungar, að taka þátt í samræðu, að setja fram tilgátu, að segja frá liðinni tíð, o.s.fv.

26 klukkustundir
Alm. verð 52.000 kr.
(49.400 kr. fyrir 31/08)