Vetrarhátíð og Safnanótt í Alliance Française í Reykjavík.

Flugtakið
Emmanuelle Hiron

  • 3. febrúar kl. 18-23
  • 4. febrúar kl. 12-18

Sýningin fer fram með tónlist eftir franska tónlistarmanninn Sacha Bernardson.

Allir velkomnir!

emmanuellehiron.com
sachabernardson.com

 

Dagskrá Vetrarhátíðarinnar hér

 


 

Þessi sýning sýnir fuglager þegar fuglar fljúga saman í byrjun vetrarins. Þeir fljúga á sama hraða, fljúga á sama stað og syngja saman í takt við umhverfið í kringum þá. Fuglager er falleg náttúrusýning sem sýnir einstaka samstillingu fugla sem í raun er þeirra sjálfsbjargarviðleitni. Fuglarnir leita að stað til að tylla sér á nóttunni, þeir sem fara í burt frá gerinu verða skotskífur rándýra. Enginn vill vera fyrstur til að lenda og því er mikilvægt að halda hópinn.

Útlínumynd fuglanna eftir Emmanuelle Hiron minnir á mörgæsir, álkur eða lunda. Stellingar þeirra eru mjög mannlegar. Fyrstu litlu postulínslíkneskin voru framkvæmd úr daglegum tilfynningum. Þau tákna athyglisvert samfélag. Margar tilfinningar koma fram, eins og vafi, harmakvein, blíða, einsemd, tiltrú og von. Allar tilfinningarnar sem finnast í mannlegri hegðun og samfélagi mannanna.

Í tilefni af Safnanótt 2017 ætlar Emmanuelle að stækka fuglagerið og býður upp á stighækkandi flugtak af rúmlega 100 fuglum. Þessi smálíkneskin á grundinni, beygja bakið, lúta höfði, rétta úr sér með hugsandi höfuð, stara á himininn, breiða út vængi sína og hefja sig smátt og smátt til flugs til að taka þátt í himnadansleik.

Sýningin fer fram með útfjólubláum ljósum og tónlist eftir franska tónlistarmanninn Sacha Bernardson.