Ég ákæri

eftir Roman Polanski

Drama með enskum texta.
2019, 132 mín.

Leikarar: Jean Dujardin, Louis Garrel, Emmanuelle Seigner.

Árið 1894 var Alfred Dreyfus, liðsforingi af gyðingaættum í franska hernum, dæmdur til ævilangrar útlegðar fyrir að hafa látið Þýskalandi í té leyniskjöl. Marie-Georges Picquart undirofursti kemst að því að það var ekki Dreyfus sem stóð að baki svikunum. Picquart einsetur sér að hafa uppi á raunverulegum sökudólgum í máli þar sem saman blandast réttarmorð, lögleysa og gyðingahatur.

«Meistaralega spunnið sögulegt skáldverk og feikilega persónulegt.» (Marianne)

SÝNINGARTÍMAR OG MIÐASALA
TIL BAKA